Núna stendur yfir sýning Elfars Guðna í Menningarverstöðinni að Hafnargötu 9 á Stokkseyri sem hann nefnir „Vinnustofumyndir, yfirlitssýning“

Á sýningunni eru meðal annars vatnslitamyndir sem eru málaðar fyrir 1960 og eru það með fyrstu myndum Elfars. Hann byrjaði svo fyrir alvöru að mála upp úr 1972. Á þessari sýningu eru myndir málaðar með olíulitum, vatnslitum, olíupastel og bleki á alls konar efni, meðal annars striga, pappír, timbur og allrahanda plötur.