,,Í mínum huga er alveg ljóst að ef við hefðum verið í Evrópusambandinu undanfarin ár hefði þjóðin tapað milljörðum króna. Í ljósi þess hvernig staðið var að úthlutun makrílkvóta hefði ESB komið í veg fyrir makrílveiðar Íslendinga í sumar. Kvóti okkar hefði aðeins orðið brot af því sem við veiddum þó svo að öll veiðin hafi verið í okkar lögsögu, sagði Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands Íslands í setningarræðu sinni á þingi sambandsins í dag. “