Í dag, klukkan 14.00 tekur karlalið ÍBV á móti Aftureldingu í 1. deild karla. Eins og komið hefur fram varð ÍBV-liðið fyrir gríðarlegri blóðtöku í síðasta leik þegar fyrirliðinn Sigurður Bragason sleit hásin. Því er full þörf á því að stuðningsmenn liðsins fylki sér nú að baki ÍBV og styðji liðið í þessum erfiða leik. Leikmenn og fulltrúar liðsins hafa undanfarið selt happadrættismiða sem gildir sem miði inn á leikinn.