Grótta og Selfoss eru í tveimur efstu sætunum í 1. deild karla í handknattleik eftir örugga sigra um helgina. Grótta vann Fjölni í Grafarvogi, 30:20, og Selfoss vann Þrótt R. á Selfossi, 36:25.

Grótta er með 18 stig, Selfoss 16 og ÍR 14 stig þegar öll liðin hafa leikið 10 leiki.

Atli Kristinsson skoraði 10 mörk fyrir Selfyssinga gegn Þrótti og Ramunas Mikalonis gerði 8. Staðan í hálfleik var 18:10, Selfyssingum í hag.