Héraðsdómur Suðurlands tók fyrir í dag mál Barkar Birgissonar sem ákærður var fyrir 14 brot gegn valdsstjórninni.

Hann var ákærður fyrir að hafa haft í alvarlegum hótunum við starfsfólk Litla-Hrauns og ættingja þeirra.

Börkur var fundinn sekur fyrir nokkra liði ákærunnar en þrátt fyrir það var honum ekki gerð sérstök refsing.