Þann 6.des. s.l. fór fram Unglingamót HSK í sundi. Keppt var um stigabikar HSK fyrir stigahæsta liðið og einstaklingsbikar fyrir bestu bætingu frá því í fyrra. Hver keppandi má synda 1-3 greinar. Sunddeild Umf. Selfoss sendi 21 sundmann til keppni. Flesta keppendur sendi Sunddeild Hamars og þá fæstu Dímon. Sunddeildin hefur ekki unnið stigabikarinn síðan 2002 en vegna þeirrar uppbyggingar sem hún hefur verið undanfarin ár og vegna stöðugrar fjölgunar í deildinni uppskárum við loks erfiðið og unnum bikarinn með 177 stigum, 11 stigum á undan næsta félagi.