Veitinga- og skemmtistaðurinn Volcano Café opnaði með pompi og prakt á laugardag. Fjölmargir gestir litu við og var troðið út að dyrum eftir miðnætti. Nú hafa eigendur staðarins opnað heimasíðu þar sem hægt verður að finna myndir og upplýsingar um viðburði á Volcano Café. Auk þess eru þar upplýsingar um viðburði í Höllinni.