Útbreiðsla ichtiophonus-sýkingar í íslensku síldinni er meiri en talið hafði verið. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkisútvarpsins og haft eftir sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun að sérstaklega sé ástandið slæmt við Suðvesturland þar sem sníkillinn hafi lagst á 60-70% stofnsins.