Nokkur erill var hjá lögregunni á Selfossi um helgina vegna ölvaðra manna sem voru víða til vandræða.

Má nefna mann sem var að hlaupa fyrir bíla á móts við Olís á Arnbergi, mann sem barði og sparkaði í hurð á heilsugæslustöðinni á Selfossi í þeim tilgangi að láta gera að sárum sem hann sagðist hafa hlotið er hann var sleginn við skemmtistaðinn Hvíta húsið.