Fyrirlestur í Fjölbrautaskóla Suðurlands 11. desember kl 20:00.

Draumurinn varð að veruleika. Þjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson frá Selfossi er á Íslandi um þessar mundir og mun halda fyrirlestur um Ólympíugullið í Peking.

Vésteinn fjallar m.a. um uppvaxtarárin á Selfossi, leiðina að gullverðlaunum Gerd Kanters á Ólympíuleikunum í Peking 2008, afreiksheiminn, líf þjálfarans og það að vera Íslendingur á leiðinni heim.

Kynnir er Unnur Sigurðardóttir. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.