Útsending á fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands hófst 1. desember s.l. Þátttaka hefur verið góð og hefur ásókn í hrúta verið með jafnara móti. Vel hefur gengið að ná sæði úr flestum hrútanna en þó hefur Þráður frá Hesti brugðist alveg það sem af er og illa hefur gengið með Grána frá Stóru Tjörnum en hann hefur þó aðeins gefið sæði síðustu dagana. Hins vegar hefur Lundi frá Bergsstöðum sem gaf ekkert sæði í fyrra verið í prýðilegu lagi og mikið notaður það sem af er.