Í kvöld klukkan 19.15 verður stórleikur í körfubolta í Eyjum þegar ÍBV tekur á móti úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum Subway bikarkeppninnar. 2. deild­arlið ÍBV hefur aldrei komist jafn langt í keppninni. Eyjamenn hefðu getað verið heppnari með andstæðing sinn, Stjarnan er við botn úrvalsdeildarinnar en gaman hefði verið að fá sterkara úrvalsdeildarlið eða veikari andstæðing þar sem meiri möguleiki á sigri væri fyrir hendi.