Í gær voru sex einstaklingar útskrifaðir af Sóknarbraut, námskeiði í stofnun og rekstri fyrirtækja sem haldið var af Impru Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum. Unnið var að viðskiptahugmynd einstaklinganna á námskeiðinu og flestir þeir sem útskrifuðust eru þegar búnir að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd. Haldin var stutt kynning á hverju verkefni fyrir sig í gær en verkefnin voru saumastofa, hönnun húsgagna, tölvuvinnsla, innflutningur á sápuskömmturum og einkarekin upplýsingamiðstöð.