Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á fimmtudaginn greindi formaður ráðsins og hafnarstjóri frá því að engar bætur komi til vegna tjóns sem varð á skipalyftunni fyrir rúmum tveimur árum. Þá brotnaði lyftan þegar verið var að lyfta netabátnum Gandí VE upp með þeim afleiðingum að nokkrir menn féllu í sjóinn, skipið stakkst niður og lyftan eyðilagðist. Síðan þá eru engin upptökumannvirki fyrir skip í einu stærsta útgerðarplássi landsins.