Seinni ferð Herjólfs fellur niður í dag, laugardag vegna bilunar. Vegna bilunarinnar fer skipið tveimur tímum síðar af stað úr Þorlákshöfn, leggur úr höfn klukkan tvö en ekki tólf að hádegi eins og venja er. Þetta er því þriðja ferðin sem fellur niður vegna bilunar á aðeins fimm dögum.