Eins og fram kom á vefnum fyrr í dag er Herjólfur bilaður og féll seinni ferð skipsins niður. Það er þriðja ferðin sem fellur niður á aðeins þremur dögum en þó er ekki um sömu bilunina að ræða. Nú fór stimpill í stjórnborðsvél og munu viðgerðarmenn, sem komu með skipinu frá Þorlákshöfn, laga vélina þannig að skipið ætti að sigla samkvæmt áætlun á morgun.