Leikmenn ÍBV geta gengið stoltir frá leik sínum gegn úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 16 liða úrslitum Subwaybikarkeppninnar í körfubolta en liðin áttust við í Eyjum í dag. Garðbæingar byrjuðu af miklum krafti í leiknum og lögðu grunninn að 90:127 sigri sínum í fyrsta leikhluta. Eftir hann var staðan 13:37, 36 stiga munur en leiknum lauk með 37 stiga mun á liðunum. Í næstu umferð mæta svo Garðbæingar Val í Garðabæ.