Það er engin hætta á því að íslenskar aflaheimildir lendi í eigum erlendra lánadrottna þrátt fyrir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu afar skuldsett og geti hugsanlega farið í gjaldþrot. Þetta sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni í dag.