Sárafá fiskiskip eru á sjó og eru flest, sem þar eru, á landleið. Ekki mátti veiða síld eftir nítjánda desember og svo er jólafrí annarra sjómanna að ganga í garð. Auk þess er stormspá fyrir flest mið umhverfis landið.