Drangavík VE er á heimleið, eftir miklar breytingar sem gerðar voru á skipinu í Póllandi. Þegar haft var samband Magnús Ríkharðsson, skipstjóra, rétt eftir hádegið á Þorláksmessu, var Drangavíkin stödd við Shetlandseyjar í þokkalegu veðri. Ef veðrið helst þokkalegt það sem eftir er leiðar, sagði Magnús að þeir yrðu í Eyjum að morgni 2. í jólum.