Fjölmenni var í Íþróttahúsinu á Stokkseyri í dag í árlegri skötuveislu Ungmennafélags Stokkseyrar.

Félagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíku og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir.

Víða á Suðurlandi eru nú skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.