Sigurður Ari Stefánsson og félagar hans í norska handboltaliðinu Elverum náðu ekki að verja bikarinn í norsku bikarkeppninni sem lauk í dag. Elverum vann bikarinn fyrir ári síðan og átti möguleika á að verja titilinn í úrslitaleiknum gegn Runar, þar sem Íslendingurinn Kristinn Björgúlfsson leikur. Runar hafði hins vegar betur 27:24 en Sigurður Ari var markahæstur í liði Elverum með sjö mörk.