Tæp tvær og hálf milljón safnaðist á tónleikum sem haldnir voru í dag í Háskólabíói, til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Fullt var út úr dyrum og uppselt á tónleikana, sem haldnir voru þeir tíundu í röðinni. Alls hafa safnast rúmar 27 milljónir á þessum tíu árum.

Tónleikarnir voru fyrst haldnir í desember árið 1998 en skipulagningin hefur verið í höndum Einars Bárðarsonar frá Selfossi.