Yngstu flokkar körfuboltans komu saman á dögunum og héldu jólapartý í íþróttamiðstöðinni. Um var að ræða sameiginlega körfuboltaæfingu þar sem teknar voru léttar æfingar og einnig öðruvísi æfingar eins og þríhjólakeppni og skotkeppni. Þá borðuðu strákarnir saman pizzur og drukku gos með og dregið var úr nöfnum þátttakenda í léttu happadrætti. Ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum en hægt er að skoða um 100 myndir frá æfingunni hér að neðan.