Nú um áramótin verða mannabreytingar hjá Búnaðarsambandinu og Kynbótastöðinni. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, hverfur til annarra starfa eftir að hafa starfað hjá Búnaðarsambandinu, Kynbótastöðinni og Sauðfjársæðingastöðinni í 22 ár sem sérfræðingur í frjósemi og júgurheilbrigði. Hann tekur við stöðu dýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun á nýju ári. Þá lætur Bjarni Böðvarsson, frjótæknir, af störfum nú um áramótin eftir rúmlega 48 ár í starfi semfrjótækni á Kynbótastöðinni. Við hans starfi tekur Hermann Árnason en hann starfaði áður sem stöðvarstjóri SS á Selfossi.