Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi mánudaginn 29. desember kl. 20:00.

Þar verða afhentir styrkir úr verkefnasjóði Íþrótta- og tómstundanefndar, Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, Umf. Stokkseyri og Íþf. FSu.

Hvatningaverðlaun veitt.