Meðlimir mótorhjólaklúbbsins Drullusokkar í Vestmannaeyjum eru með hjartað á réttum stað undir leðurjökkunum en í gær komu þeir færandi hendi á Sambýlið, þjónustumiðstöð fyrir fatlaða. Kapparnir mættu að sjálfsögðu á mótorfákum sínum og í fullum skrúða og afhentu Huldu Líneyju Magnúsdóttur, forstöðumanni Sambýlisins eitt hundrað þúsund krónur að gjöf.