Lögreglan í Vestmannaeyjum var vel vakandi yfir jólahátíðina enda vísaði hún nokkrum ungmennum út af skemmtistöðum bæjarins. Þau höfðu komist inn á staðina með því að framvísa skilríkjum annarra. Þar hafði orðið ósætti milli karls og tveggja kvenna sem endaði með stympingum og gengu einhver högg á milli þeirra en ekki var um að ræða alvarlega áverka. Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur og er það 23 stúturinn á árinu. Færslu lögreglunnar má lesa hér að neðan.