Meistaraflokkslið Vestmannaeyja í knattspyrnu, ÍBV og KFS mættust í Íslandsmótinu í Futsal á laugardag og eðli málsins samkvæmt, fóru báðir leikirnir fram í Eyjum. 3. deildarliðið kom á óvart í fyrri leiknum og lagði úrvalsdeildarliðið með fimm mörkum gegn fjórum í fjörugum leik. ÍBV hafði svo betur í síðari leiknum 3:1.