Línubáturinn Hlöddi VE 98 strandaði í morgun í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Báturinn var á útleið með tvo um borð þegar sjálfstýring í bátnum bilaði með þeim afleiðingum að bátinn rak fljótlega upp í fjöru. Lítil hætta var á ferðum enda veður gott. Greiðlega gekk að ná bátnum af strandstað og var hann færður til hafnar með bilaða vél.