Útsendingar Jólarásarinnar eru enn í gangi á fm 104,7 en á morgun fer í gang skemmtilegur flugeldaratleikur. Leikurinn er í samstarfi við Björgunarfélag Vestmannaeyja og hefst klukkan 13.00. Nú er bara að stilla útvarpið og vera tilbúinn í slaginn enda glæsileg verðlaun í boði fyrir vinningshafann.