Skákmót verður haldið á Volcano Café á Gamlársdag og hefst mótið klukkan 13.00. Teflt verður í tveimur flokkum, fullorðins- og barnaflokki en það er Taflfélag Vestmannaeyja sem hefur umsjón með skráningu og mótshaldi. Volcano Café er opið fyrir gesti og gangandi á meðan móti stendur. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú sætin, bæði í fullorðins- og barnaflokki.