160 manns tóku þátt í Göngustyrktarhlaupi til styrktar Krabbavörn í Vestmannaeyjum en hlaupið fór fram í morgun. Þetta er í annað sinn sem þetta er gert en í fyrra safnaðist um ein milljón króna sem runnu óskiptar til Krabbavarna. Boðið var upp á tvær hlaupaleiðir, annarsvegar frá Stórhöfða og hins vegar frá Steinsstöðum en hlaupinu lauk á Volcano Café.