Sem fyrr verður messuhald á Gamlársdag í Landakirkju en Aftansöngur hefst klukkan 18.00. Á nýársdag verður messa klukkan 14.00 en þar mun séra Ólafur Jóhann Borgþórsson prédika. Þriðjudaginn 6. janúar eða á Þrettándanum verður Guðsþjónusta klukkan 18.00 í Stafkirkjunni og munu félagar í Lúðrasveit Vestmannaeyja spila. Vegna þessa fellur messa niður sunnudaginn 4. janúar og færist yfir á þann 6. Dagskrá Landakirkju má sjá hér að neðan.