Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu sunnlenska fréttablaðsins Gluggans. Blaðið hefur verið fríblað á Suðurlandi í rúm fimm ár og verið borið út til heimila á Suðurlandi. Þrengingar á auglýsingamarkaði urðu til þess að reynt var að breyta blaðinu í áskriftarblað en þær tilraunir mistókust og því var ákveðið að leggja blaðið niður.