Í bráðabirgðayfirliti yfir tíðarfar ársins 2008 frá Veðurstofu Íslands kemur fram að árshitinn var vel yfir meðallagi á landinu og er þetta 13. árið í röð með hita yfir meðallagi í Reykjavík og það tíunda á Akureyri.

Árið var 17. hlýjasta ár frá upphafi samfelldra mælinga í Reykjavík (1870), 14. hlýjasta árið í Stykkishólmi (mælingar frá 1845) og 22. hlýjasta á Akureyri (mælingar frá 1882).