ÍSLENDINGAR tóku við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni nú um áramótin.

Í tilkynningu segir að meginatriðin í formennskuáætlun Íslendinga séu að stórefla rannsóknir og nýsköpun, ekki síst á sviði loftslags-, orku-, og umhverfismála, og að efla samstarf um verndun Norður-Atlantshafsins og málefni norðurskautsins.