Íslendingar eru yfirleitt svartsýnir á horfur ársins 2009 og hafa aldrei verið jafn svartsýnir frá því mælingar hófust, samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup sem gerð var undir lok síðasta árs. Könnunin var gerð í 46 löndum.

Um 67% Íslendinga töldu að persónulegir hagir þeirra yrðu verri á árinu 2009 en þeir voru í fyrra. Tæplega 30% töldu að persónulegir hagir þeirra yrðu svipaðir og á nýliðnu ári en aðeins 4% væntu batnandi hags fyrir sig.