Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson og þrjú loðnuskip eru lögð upp í leitarleiðangur umhverfis Ísland í von um að bjarga milljarða loðnuvertíð. Skipverjarnir á Faxa voru í Reykjavíkurhöfn upp úr hádegi að undirbúa brottför en ásamt Faxa taka nótaveiðiskipin Lundey frá Vopnafirði og Börkur úr Neskaupstað þátt í leitinni í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson fer fyrir leiðangrinum en það lagði úr höfn síðdegis.