Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar (á þrettándanum).
Farin verður blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.
Glæsileg flugeldasýning verður og jólasveinar og álfar og tröll mæta á svæðið.