Áramótin fóru vel fram, að mestu leiti en eitthvað var um pústra bæði í kringum áramótin og sl. helgi. Ekki var um nein alvarleg meiðsl að ræða og engar kærur liggja fyrir. Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni en um varð að ræða þjófnað á farsíma í Höllinni aðfaranótt 28. desember sl. Um er að ræða vínrauðan Samsung síma.