Atvinnuleysisbætur hækkuðu nú um áramótin eftir ákvörðun félagsmálaráðherra um að flýta hækkun sem átti að taka gildi 1. mars næstkomandi.

Grunnatvinnuleysisbætur hækka úr kr. 136.036 í kr. 149.536, og tekjutengdar atvinnuleysisbætur hækka úr kr. 220.279 í kr. 242.636. Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur ákveðið að flýta hækkun atvinnuleysisbóta sem átti að koma til framkvæmda 1. mars, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 17. febrúar 2008 og gerð var í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.