Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi færði hjúkrunardeildinni Ljósheimum kr. 500 þúsund að gjöf, og skyldi gjöfinni varið til iðjuþjálfunar á deildinni. Keyptur hefur verið bakarofn sem er á hjólum og nú geta hjúkrunarsjúklingarnir á deildinni fengið að taka þátt í að baka við og við og er það liður í þeirri iðjuþjálfun sem þeir fá.
Jón Vilhjálmsson, fulltrúi Varðar afhenti Magnúsi Skúlasyni, forstjóra HSu peningagjöfina og Fanney Karlsdóttir iðjuþjálfi sagði frá starfi sínu á deildinni en auk hennar er Ragnheiður Lúðvíksdóttir einnig starfandi iðjuþjálfi á stofnuninni.