Í dag voru opnuð tilboð í útisvæðið við Sundlaug Vestmannaeyja. Annarsvegar voru opnuð tilboð í steypuframkvæmdir og hins vegar í jarðvinnu. Tvö tilboð bárust í jarðvinnu, annars vegar frá Íslenska Gámafélaginu og hins vegar frá Gröfuþjónustunni Brink. Tilboð Brink hljóðaði upp á tæpar 6,1 milljónir sem er 77,3% af kostnaðaráætlun. Tilboð ÍG var upp á tæpar 12,9 milljónir eða 164,1% yfir kostnaðaráætlun sem var upp á rúmar 7,8 milljónir.