Í kvöld ætlar handboltafólk að hlaupa á milli húsa í Vestmannaeyjum og safna dósum. Dósasöfnunin er mikilvæg fjáröflun fyrir handboltann í Eyjum og líklega aldrei fyrr sem nú í því árferði sem nú er. Krakkar frá ÍBV munu fara á milli húsa á bilinu 18 til 20 og vonast forráðamenn ÍBV eftir góðum viðtökum bæjarbúa.