Samkvæmt upplýsingum Frétta hafa bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum undanfarið leitað að hentugri ferju sem kemur til með að sigla upp í Landeyjahöfn. Eins og áður hefur komið fram ákvað ríkisstjórn að fresta smíði nýs skips og voru hugmyndir upp um að nota annað hvort núverandi Herjólf áfram eða leita að notuðu skipi. Vestmannaeyjabær hóf þá þegar markvissa vinnu við að finna hentuga ferju og samkvæmt upplýsingum Frétta er nú verið að skoða skip í Danmörku.