Fimm menn brutust um helgina inn í Sláturhúsið á Hellu og stálu þaðan samtals 670 kílóum af kjötvörum. Vitni sá hvar tveimur fólksbílum var ekið frá kjötvinnslunni og þar sem þeir virtust óvenjuþungir á sér lét það lögreglu vita.

Selfosslögreglan stöðvaði bílana rétt austan við Selfoss og fann þýfið. Einhverjir mannanna hafa áður komið við sögu hjá lögreglunni og var sá yngsti aðeins 16 ára.