Landbúnaðarráðherra hefur skipað Framleiðnisjóði landbúnaðarins stjórn til næstu fjögurra ára frá 15. janúar að telja.

Eftirtaldir einstaklingar munu þá skipa stjórn sjóðsins:
Kjartan Ólafsson, alþingismaður, formaður og Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum í Hrútafirði, skipuð af landbúnaðarráðherra án tilnefningar; Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, og Sveinn Ingvarsson, bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum, tilnefndir af Bændasamtökum Íslands og Ólöf Hallgrímsdóttir, Hraunbergi, Skúustaðahreppi, tilnefnd af ráðherra byggðamála (iðnaðarráðherra).