Í gær, miðvikudag var skrifað undir verksamninga vegna útisvæðis við íþróttamiðstöðina en það eru fyrirtækin Gröfuþjónusta Brinks og byggingafyrirtækið Steini og Olli sem fengu verkin. Brink mun sjá um alla jarðvinnu en Steini og Olli um steypuvinnu. Framkvæmdir hefjast strax og á svæðið að vera tilbúið 15. maí næstkomandi.