Fyrsta ferð strætó á milli Selfoss, Hveragerðis og Reykjavíkur var farin árla morguns 2. janúar 2009. Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, voru á meðal fyrstu farþega ásamt bæjarfulltrúum og þremur almennum farþegum sem fengu gjafabréf með strætó.
Íbúar eru hvattir til að kaupa kort á bæjarskrifstofunni því hluti af andvirði kortanna rennur þá til bæjarfélagsins og lækkar rekstrarkostnað bæjarfélagsins.

Vakin er sérstök athygli á því að það er frítt í strætó til 12. janúar.